Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Innigarður í Grunnskóla Seltjarnarness með japönsku yfirbragði

Innigarðurinn er hannaður af Steinunni Árnadóttur garðyrkjustjóra

1.9.2010

Innigarður í Grunnskóla Seltjarnarness

Garðyrkjustjóri Seltjarnarness Steinunn Árnadóttir vann að margvíslegum verkefnum í sumar og meðal þeirra var að fegra svokallaðan „innigarð“ í húsi Valhúsaskóla. Garðurinn er í opnu miðrými og hefur svæðið verið í órækt til þessa.

Steinunn hannaði garðinn með japönsku yfirbragði þannig hefði garðurinn róandi áhrif og stuðli að vellíðan nemenda og starfsfólks.

Starfsfólk framkvæmda- og þjónustumiðstöð kom að framkvæmdinni ásamt flokkstjórum Vinnuskólans en Steinunn lagði lokahönd á verkið.

Ekki er ætlast til að gengið verði um garðinn, heldur er hann eins konar stillimynd kyrrðar og rólyndis sem hægt er að njóta með augunum einum.

„Þá verður sett lýsing í garðinn og má hugsa sér að setja í hann jólaljós í jólamánuðinum“ segir Steinunn sátt við verkið og þakklát fyrir góða samvinnu þeirra sem lögðu hönd á plóg.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni




Leitaðu í eldri fréttum





Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: