Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Aukið öryggi á Seltjarnarnesi

22.12.2010

Síðustu vikur hefur verið unnið við að setja upp öryggismyndavélar á tveim stöðum í bænum. Um að ræða myndavélar sem staðsettar eru á bæjarmörkunum við Norðurströnd og Nesveg. Vélarnar taka myndir af bifreiðum sem aka inn og út úr bænum.

Gögnin geymast í einn mánuð og er geymsla gagnanna háðar skilyrðum Persónuverndar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aðgang að gögnunum, sem tekin eru upp á vélarnar og getur nýtt sér þau við rannsókn mála.

Með uppsetningu vélanna vonast bæjaryfirvöld til þess að glæpum fækki enn frekar innan sveitarfélagssins.

Öryggismyndavél Öryggismyndavél

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: