Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Mottuspilið í Áhaldahúsið

22.12.2010

Ásmundur Haraldsson færði starfsmönnum Áhaldahúss Seltjarnarness Mottuspilið að gjöf. Mottuspilið er hannað fyrir Seltjarnarnes og snúa allar spurningar um staðhætti og ýmis atvik sem tengjast atburðum og starfsemi á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina, s.s. íþróttaviðburðum, starfsemi áhaldahúss og margt fleira skemmtilegt.

Á myndinni má sjá Jón Ingvar Jónasson, Ásmund Haraldsson og Hreinn Sigurjónsson en Jón Ingvar og Hreinn telja sig vera manna fróðastir um allt og alla og munu þeir fá að láta ljós sitt skína þegar efnt verður til Mottukeppni.

Jón Ingvar Jónasson, Ásmundur Haraldsson og Hreinn Sigurjónsson

 

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: