Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Samningur um byggingu hjúkrunarheimilis

30.12.2010

Félags- og tryggingamálaráðherra og bæjarstjóri undirrituðu í dag samning um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi.

,, Það er mikið fagnaðarefni að verkefnið skuli vera komið á þetta stig. Það eru liðin mörg ár frá því að bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar skrifaði ríkisvaldinu og óskaði eftir því að fá hjúkrunarheimili hér í bæjarfélagið. Þannig að þetta hefur átt sér langan aðdraganda," sagði Ásgerður bæjarstjóri, þegar undirritunin lá fyrir.

 Að sögn Ásgerðar er ráðgert að hefja framkvæmdir haustið 2011 og að heimilið verði tekið í notkun á árinu 2013 en í samningnum er kveðið á um að Seltjarnarnesbær taki að sér að hanna og byggja 30 rýma hjúkrunarheimili. Bærinn leggur jafnframt til lóð undir bygginguna. Félags- og tryggingamálaráðuneytið mun á 40 árum greiða Seltirningum hluta af húsaleigu vegna húsnæðis sem ígildi stofnkostnaðar. Ásgerður segir að heimilið muni anna eftirspurn.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: