Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Aukið öryggi á Seltjarnarnesi

12.1.2011

Öryggismyndavél við NesvegUndirbúningur að uppsetningu öryggismyndavéla við bæjarmörk Seltjarnarness er á lokastigi og verða vélarnar gangsettar á næstu dögum. Vélarnar eru staðsettar við bæjarhliðin við Nesveg og Eiðsgranda og munu fylgjast með umferð inn og út úr bænum.

Við uppsetningu vélanna, geymslu gagna og aðgengi að þeim hefur í öllum atriðum verið farið eftir leiðbeiningum frá Persónuvernd með það að markmiði að tryggja friðhelgi einkalífs bæjarbúa sem best. Myndir úr vélunum eru geymdar í 30 daga og er öllum gögnum er þær safna aðgangsstýrt á öruggan hátt. Einungis lögreglan hefur aðgang að myndum úr vélunum og getur nýtt þær við rannsókn afbrotamála er upp kunna að koma.

Bæjarfélagið mun einnig standa fyrir námskeiði um nágrannavörslu 20. janúar n.k. kl. 20:00 til 21:30 í Valhúsaskóla. Á námskeiðinu verður farið yfir og kynnt hvernig koma má upp nágrannavörslu í hverfum bæjarins.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: