Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Brúðubörn úr brúðusafni Rúnu Gísladóttur

10.2.2011

Þóra BryndísÍ dag fimmtudaginn 10. febrúar opnar Rúna Gísladóttir sýningu á handgerðum postulínsbrúðum í Bókasafni Seltjarnarness.

Á sýningunni eru brúður af ýmsum stærðum og gerðum. Rúna hefur unnið postulínsbrúðurnar frá grunni bæði steypt þær í mótum, pússað, málað og gengið frá þeim. Auk þess hefur hún hannað og handunnið fatnað á hverja brúðu fyrir sig. Með því leitast hún við að skapa mismunandi persónur og fær jafnfram útrás fyrir nýjar hugmyndir. Garnið í nýjustu prjónaflíkunum hefur Rúna litað sjálf með jurtum.  

Rúna hóf þessa brúðugerð 1996 eftir að hafa farið á námskeið og hefur síðan búið til fjöldann allan af brúðum og er enn að.

Í Brúðusafni Rúnu eru brúður af ýmsu tagi. Þó að á sýningunni séu aðallega handgerðar postulínsbrúður eru í safninu margar aðrar tegundir brúða. Flestar þeirra eru leikfangabrúður frá mismunandi tímum. Þær elstu rúmlega 100 ára.

Rúna á sér þann draum að geta í framtíðinni opnað brúðusafn sem opið væri almenningi.

Á safnanótt föstudaginn 11. febrúar kl. 19:15 mun Rúna ganga með gestum um sýninguna og svara spurningum.

Sýningin er opin alla virka daga kl. 10 – 19 nema föstudaga kl. 10-17. Lokað um helgar.
Sýningin er opin til 10. mars.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: