Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Safnanótt á Seltjarnarnesi

14.2.2011

Vel tókst til á Safnanótt hér á Seltjarnarnesi. Þetta er annað skiptið sem söfnin í Nesi, Nesstofa og Lyfjafræðisafnið taka þátt en í fyrsta skipti sem bókasafnið er með.

Í Nesstofu söng Selkórinn nokkur lög, Óttar Guðmundsson leiddi gesti í allan sannleika um Bjarna Pálsson fyrsta landlækninn og samtíð hans. Einnig var leiðsögn safnstjóra um Nesstofu með áherslu á bygggingarsögu Nesstofu og íslenskt samfélag á 18. öld.

Stjörnufræðifélag Seltjarnarness kom sér fyrir í Lyfjafræðisafninu og sýndi loftsteina og sagði frá stjörnunum sem ekki sáust á himninum þetta kvöld.

Í Lyfjafræðisafninu sögðu lyfjafræðingar frá sögu lyfjagerðar. Um 150 manns lögðu leið sína í Nes og margir gæddu sér á kaffi, kakói og súkkulaðikúlum.

Framlag bókasafnsins hét "Safn Í safni" og var lögð áhersla á að sýna gripi úr Nátturugripasafni Seltjarnarness og voru að þessu sinni sýnt plöntusafn sem Ágúst H. Bjarnason safnaði fyrir safnið árið 1998. Ingveldur Viggósdóttir sagði frá plöntusafninu og ýmsu öðru sem við kemur Náttúrugipasafninu, en hún var formaður stjórnar þess um tíma. Svo skemmtilega vildi til að einn kennari í Valhúsaskóla Anna Birna Jóhannesdóttir, sem sat í stjórn Náttúrugripasafnsins á sínum tíma, hefur tekið ljósmyndir af plöntum á Nesinu og sýndi hún um 60 myndir og sagði frá. Rúna Gísladóttir sagði gestum frá sýningu sinni Brúðubörnum.
Stórsveit Öðlingaklúbbs FÍH lék fyrir gesti við mikla lukku og sá um stuðið. Einnig var sýnd myndin Lífríki Seltjarnarness.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: