Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

„Bjartasta vonin“

9.3.2011

Ari Bragi KárasonAri Bragi Kárason trompetleikari var í gærkvöld valinn bjartasta vonin þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í 17. sinn. Ari Bragi er mörgum Seltirningum að góðu kunnur þar sem hann stundaði nám við Tónlistarskóla Seltjarnarness frá unga aldri. Hann hefur auk þess sinnt stundakennslu við skólann ásamt því að aðtoða unga blásara í lúðrasveitum skólans. Ari Bragi stundar nú nám við The New School for Jazz and Contemporary Music í New York.

Ari Bragi þykir einn efnilegasti trompetleikari sem fram hefur komið um árabil, en hann hefur á undanförnum misserum leikið með fjölda íslenskra jasstónlistarmanna, flutt eigin tónsmíðar auk þess að taka þátt í hljóðritunum. Ari Bragi lék meðal annars á plötu Jóels Pálssonar, Horn, sem hlaut íslensku tónlistarverðlaunin sem hljómplata árisins í jassflokki. Hæfileikar Ara Braga einskorðast þó ekki við jassinn, því hann hefur einnig leikið með kammersveitinni Ísafold.

Ari Bragi er sonur Kára Húnfjörð Einarssonar, aðstoðarskólastjóra Tónlistarskóla Seltjarnarness og Ingunnar Hafdísar Þorláksdóttur skólaritara í Grunnskóla Seltjarnarness.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: