Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fundað um samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

7.4.2011

Fundur um samstarf sveitarfélaga

Á annað hundrað bæjarfulltrúar, nefndarfólk og lykilembættismenn frá öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu funduðu í Menntaskólanum í Kópavogi um helgina til að móta sameiginlega framtíðarsýn fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH).

Fundurinn er liður í stærra verkefni sem unnið er að á vegum SSH undir stjórn framtíðarhóps sem Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi stýrir. Markmið hópsins var að ræða framtíðarsýn fyrir höfuðborgarsvæðið og þau tækifæri sem við eigum í auknu samstarfi sveitarfélaganna.

Framtíðarhópurinn mun á næstu mánuðum móta tillögur sínar m.a. á þeirri vinnu sem fram fór í Menntaskólanum í Kópavogi um helgina. Þær verða væntanlega afgreiddar í SSH á haustmánuðum.

Fundurinn var með þjóðfundarsniði.

 Það var mál manna að rauði þráðurinn á fundinum var samstarfs og samvinna.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: