Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Sumarstemning á Eiðistorgi

10.5.2011

Flóamarkaður á Eiðistorgi

Það var sannkölluð sumarstemning á Eiðistorgi á laugardaginn var þegar í annað skiptið í vor var haldinn þar Flóamarkaður. Fjöldi sölubása var um allt torgið með fjölbreyttum varningi og þar mátti einnig hitta fyrir  Kvenfélagið Seltjörn með kökubasar. Í góða veðrinu var Lúðrasveit tónlistarskólans mætt með Kára Húnfjörð í broddi fylkingar og kökur til sölu og stillti sveitin sér upp fyrir utan torgið og skemmti þar gestum og gangandi.

Markaðurinn hefur mælst vel fyrir og myndast mikil líf á torginu. Menn eru á leið í Hagkaup, Hugföng Vínbúðina eða aðra þjónustu og verslanir á torginu og stoppa í leiðinni og kaupa og eins og gerist og gengur á mörkuðum þá hittist fólk líka og spjallar. Markaðurinn er skemmtileg viðbót í flóruna í mannlífi Seltjarnarness.

 

 

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: