Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Nemendum í 10. bekk Valhúsaskóla boðið að skoða mannvirki Hitaveitu Seltjarnarness.

19.5.2011

Nemendur í 10. bekk Valhúsaskóla var boðið að skoða mannvirki Hitaveitu Seltjarnarness í gær. Skoðuð var borhola nr. 12 við hákarlaskúrinn en hún er rúmlega 2700 metra djúp og  er vatnið 109 gráðu heitt sem þar dælist upp. Síðan var borhola skoðuð við Bygggarða 8, en á síðasta ári var byggt nýtt hús yfir hana.

Hópurinn endaði svo við Lindarbraut í stjórnstöð hitaveitunnar þar sem Stefán Eiríkur Stefánsson hitaveitustjóri og Páll Sigurðsson aðstoðarhitaveitustjóri sýndu krökkunum stýrikerfi Hitaveitunnar.

Að lokum afhenti bæjarstjóri krökkunum árskort í Sundlaug Seltjarnarness, en eins og fram hafði komið í kynningunni um Hitaveitu Seltjarnarness er allt heitt vatn á Nesinu komið frá borholunum á Vestursvæðunum.

Heimsókn grunnskólabarna í Hitaveitu Seltjarnarness Heimsókn grunnskólabarna í Hitaveitu Seltjarnarness

Heimsókn grunnskólabarna í Hitaveitu Seltjarnarness Heimsókn grunnskólabarna í Hitaveitu Seltjarnarness

Heimsókn grunnskólabarna í Hitaveitu Seltjarnarness

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: