Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Góð heimsókn frá vinabænum Herlev Kommune

7.6.2011

Heimsókn frá Herlev KommuneFulltrúar frá Herlev Kommune sem er vinabær Seltjarnarnesbæjar heimsóttu Ísland dagana 2. til 6. júní og skoðuðu ýmsa þætti í íslensku viðskiptalífi.

Bæjarstjórinn Kjeld Hansen og 32 fulltrúar frá Herlev bæjarfélaginu litu við hjá okkur á Seltjarnarnesi og skoðuðu íþróttamannvirki bæjarins þar sem Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri tók á móti gestum og bauð upp á léttan hádegisverð.

Að því loknu var dönsku gestunum sýnd íþróttamannvirki bæjarins og þótti þeim mjög mikið til þeirra koma og þá sérstaklega aðstöðu fimleikafólks. Þá fannst þeim einnig áhugavert að heyra um sumarvinnu unglinga í bæjarfélaginu og lýsti bæjarstjóri Herlev því yfir að þetta væri eitthvað sem áhugavert væri að gera í Herlev, því unglingar fá ekki vinnu yfir sumarið hjá bænum eins og þekkist hér á landi. Spurt var fjölda spurninga um hvernig sumarstarfið væri útfært og hvernig það hafi tiltekist í gegnum árin.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: