Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Hjólað til styrktar Iðju/dagvist á Siglufirði

21.6.2011

Þórir Þórisson
Mynd 1 af 3
1 2 3

Þórir Kr. Þórisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Fjallabyggð, lagði í morgun af stað á reiðhjóli frá Seltjarnarnesi til Siglufjarðar. Þórir hyggst hjóla til Siglufjarðar á fjórum dögum, um 100 kílómetra á dag.

Þórir leggur þetta á sig til styrktar Iðju/dagvist á Siglufirði. Iðja/dagvist er til húsa í nýju og sérhönnuðu húsnæði að Aðalgötu 4. Þar fer fram vinna, þjálfun, umönnun og afþreying fyrir fatlaða. Vegna fjárskorts á eftir að innrétta þar svokallað skynörvunarherbergi.

Fyrstu kílómetrana fylgdu stuðningsmenn honum úr hlaði m.a. Siv Friðleifsdóttir fv. ráðherra og alþingismaður, Kristján Möller fv. ráðherra og alþingismaður, Sr. Sigurður Grétar sóknarprenstur á Nesinu og bæjarstjóri Seltjarnarness Ásgerður Halldórsdóttir.

Þórir mun hjóla dagana 21. til 24. júní n.k. og safna um leið pening fyrir Iðju/dagvist á Siglufirði. Sjá nánar um ferðina á Facebook síðu hans http://www.facebook.com/profile.php?id=100002355627320&sk=info

Iðja/dagvist flutti nýlega í nýtt húsnæði við Aðalgötu 7, á Siglufirði og er öll aðstaða hjá þeim til fyrirmyndar. Þó er eitt sem vantar, en það er sérhæfður búnaður í nýtt "skynörvunar herbergi".

Þórir stefnir á að safna allt að 1.000.000,- kr. með þessu átaki. Bankareikningur söfnunarinnar er í Sparisjóði Siglufjarðar, nr. 1102-05-402699 kt. 580706-0880

Verndari söfnunarinnar er Guðmundur Guðlaugsson fyrrverandi bæjarstjóri á Siglufirði.

Fjárhags- og launanefnd Seltjarnarness ákvað á fundi sínum í morgun að styrkja þetta verkefni og óskar Þóri góðrar ferðar til Siglufjarðar.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: