Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fræðst um sögu húsa í árlegri Jónsmessugöngu

24.6.2011

Árleg Jónsmessuganga menningarnefndar Seltjarnarness var farin í gærkvöldi í ágætu veðri. Fjöldi gesta tók að venju þátt í göngunni.

Gengið var frá Plútóbrekku undir leiðsögn Málfríðar Finnbogadóttur, verkefnisstjóra á Bókasafni Seltjarnarness og um Framnesið norðanvert.  Rætt var um húsasögu og nefnd hús og staðir frá fyrri tíma allt frá lögbýlunum sem getið er um í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 og til húsa sem byggð voru á árunum 1940 – 1960 og getið um byggingahverfi frá því um 1980. Einkum var leitað eftir húsum sem bera nafn. Þátttakendur, íbúar  bæjarins, bættu inní og komu með skemmtilegar upplýsingar sem gerðu gönguna skemmtilegri.

Katrín Pálsdóttir formaður menningarnefndar bauð gesti velkomna í upphafi göngu og bauð gestum að henni lokinni að þiggja hefðbundnar veitingar  - harðfisk, hákarl og brjóstbirtu.

Að hressingu lokinni kveiktu starfsmenn bæjarins varðeld í fjörunni. Bjarki Harðarson lék þar á harmonikku undir fjöldasöng sem Pálína Magnúsdóttir, bæjarbókavörður stjórnaði.  

Jónsmessuganga 2011

Jónsmessuganga 2011 - Jón Bjarni, Málfríður Finnbogadóttir og Auður Sigurðardóttir

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: