Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Verkfall leikskólakennara

17.8.2011

 

Boðað verkfall félagsmanna í Félagi Leikskólakennara (FL) kemur til framkvæmdar mánudaginn 22. ágúst, ef samningar nást ekki  fyrir þann tíma.

Leikskólakennarar við Leikskóla Seltjarnarness eru félagar í FL og koma því ekki til vinnu eftir helgina, ef kemur til verkfalls. Allar stöður deildarstjóra leikskólans eru mannaðar leikskólakennurum. Það er ekki ljóst á þessari stundu hvort loka beri leikskólanum, komi til verkfalls, en samræður eru í gangi um viðmiðunarreglur í verkfalli

Komi til verkfalls mun Seltjarnarnesbær ekki  innheimta gjöld fyrir þá daga sem leikskólinn verður lokaður af þeim sökum, auk þess sem leikskólagjöld fyrir septembermánuð verða ekki send til innheimtu fyrr en að verkfalli loknu.     

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: