Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Framkvæmdir á vegum Veitustofnunar Seltjarnarnesbæjar

29.8.2011

Hitaveituframkvæmd við Lindarbraut

HitaveituframkvæmdirÞessa dagana stendur yfir hitaveituframkvæmd á Lindarbraut. Verið er að leggja nýja leiðslu milli Lindarbrautar 13 (dæluhús) og Suðurstrandar. Tilgangur framkvæmdarinnar er m.a. ná meiri þrýsting á heitavatnið í mýrarhverfið. Áætlað er að framkvæmdinni ljúki um mánaðarmótin september/október. Verktaki er Áhaldahús Seltjarnarness.


Veituframkvæmdir við Suðurströnd/Nesveg

Þessa dagana standa yfir veituframkvæmdir á Suðurströnd/Nesveg. Verið er að leggja nýja heitavatnsleiðslu milli Nesvegar og Suðurstrandar móts við íþróttavöll. Tilgangur Hitaveituframkvæmdirframkvæmdarinnar er m.a. ná meiri þrýsting á heitavatnið í mýrarhverfið. Á sama tíma er framlengd þrýstilögn fyrir klóak frá Suðurströnd móts við íþróttavöll í brunn við Leikskólann Mánabrekku. Áætlað er að framkvæmdinni ljúki um mánaðarmótin september/október. Verktaki er Loftorka ehf.

Hrólfskálamelur

Vegna framkvæmda við Suðurströnd/Nesveg verður Hrólfskálamelur notaður sem lager fyrir sand, lagnir og önnur tæki verktaka sem hann notar við framkvæmdina. Áætlað er að svæðið verði komið í fyrra horf um mánaðarmótin september/október.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: