Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Mikið fagnaðarefni - Fyrirhugað samstarf Grundar og Seltjarnarnesbæjar

6.9.2011

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness,  Guðrún Birna Gísladóttir forstjóri Grundar og Jóhann J. Ólafsson stjórnarformaður Grundar undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um rekstur nýs 30 rýma hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi.  

Guðrún Birna Gísladóttir, Ásgerður Halldórsdóttir og Jóhann J. Ólafsson
Talið frá vinstri: Guðrún Birna Gísladóttir, forstjóri Grundar, Ásgerður
Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Jóhann J. Ólafsson stjórnarformaður Grundar

Seltjarnarnesbær mun leggja heimilinu til lóð og annast hönnun og byggingu þess en bærinn undirritaði samning um byggingu heimilisins við  Guðbjart Hannesson, félags og tryggingamálaráðherra í lok desember á síðasta ári. Þegar er komin teikning af húsinu en efnt var til hönnunarsamkeppni  í júlí 2009. Þá var valin  hlutskörpust hönnun  frá  Arkis ehf, Hnit hf og Landark.

Hjúkrunarheimilið verður fjármagnað með svokallaðri leiguleið sem felur í sér að Seltjarnarnesbær fjármagnar byggingu hjúkrunarheimilis og ríkið greiðir Seltjarnarnesbæ sem nemur 85% af afborgun láni til byggingarinnar í formi leigu.

Grund á og rekur samnefnt hjúkrunarheimili við Hringbraut, dvalar og hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði, 78 þjónustuíbúðir í Mörk og rekur einnig hjúkrunarheimilið Mörk. 

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: