Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Setning Menningar- og listahátíðar 2011

Setning í Seltjarnarneskirkju og opnun sýnina á bókasafninu

2.10.2011

 

Setning Menningar- og listahátíðar fór fram laugardaginn 1. október  í Seltjarnarneskirkju.

 

IMG_5944Katrín Pálsdóttir formaður menningarnefndar Seltjarnarness setti hátíðina. Hún benti m.a. á mikilvægi skapandi greina  og dró athyglina að þeim auði sem býr í unga fólkinu og að ungt fólk kemur veglega að hátíðinni.

 

 

Frumflutt var verkið Trompetissimo eftir Kára Húnfjörð Einarsson. Verkið tileinkaði hann í gær Kára Snæ.
Kári kynnti verkið sem er í þremur köflum og skrifað fyrir trompet og píanó. Það voru Ari Bragi Kárason trompetleikari, sonur Kára og Dagný Björgvinsdóttir píanóleikari og kennari við Tónlistarskóla Seltjarnarness sem fluttu verkið.  Þetta var glæsilegur flutningur og Kára, Ara og Dagnýju fagnað vel í lokin.

 

 IMG_5947    Ari-spilar                                                   IMG_5962

 

Í framhaldi af opnuninni voru opnaðar þrjár sýningar í Bókasafni Seltjarnarness.

 

George Douglas sýnir olíumálverk og kallar sýninguna Írskan pilsaþyt. Georg er írskur en hefur búið og starfað á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem við sjáum myndir hans á safninu hjá okkur, en síðast sýndi hann landslagsverk.

 IMG_5965

 

 

 

 

 

Guðný Hrönn Antonsdóttir sem útskrifaðist úr Listaháskólanum í síðastliðið vor sýnir þrjú myndverk  í Tímaritadeild safnsins.

 IMG_5977

Síðast en ekki síst þá opnaði sýningin Stólafjör þar sem nemendur úr Valhúsaskóla sýna stóla sem  þau unnu úr skítugum og illa förnum stólum úr mötuneyt skólans. Það voru Móeiður myndmenntakennari og Ásta textílkennari sem stýrðu verkefninu.IMG_5966

Verkefnið hófst á umræðum um endurnýtingu og voru nemendum sýnd bæði listaverk og nytjahluti. Nemendurnir unnu saman í hópum, hugmyndum var kastað á víxl og komist að samkomulagi. Þegar þemað var fundið var farið í gegnum framkvæmdaferli og árangurinn sést vel á sýningunni. Stólinn með hjartanu heitir Ást og er það einn hönnuðanna Borghildur sem stendur við stólinn. Allir eru stólarnir líflegir og skemmtilegir og mikið fjör í þeim.

 

 

 

IMG_5974Margir lögðu leið sína á opnunina í kirkjunni og á bókasafnið og má hér meðal annara sjá Katrínu Pálsdóttur, formann menningarnefndar, Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarstjóra og Hildi Kristmundsdóttur útibússtjóra Íslandsbanka á Eiðistorgi en bankinn styður vð hátíðina.

 

 

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: