Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Endurskinsmerki og nýburagjafir

Slysavarnardeildin Varðan

5.10.2011

 

Slysavarnadeildin Varðan var stofnuð á Seltjarnarnesi  15. nóvember 1993 og hafa slysavarnir barna verið eitt megin viðfangsefni deildarinnar. Fylgst er með öryggi barna í bílum, leiðbeint með hjálmanotkun í grunnskólum og gefin endurskinsmerki svo fátt eitt sé talið.

Að þessu sinni heimsóttu konur úr Vörðunni skólann og heilsugæsluna þriðjudaginn 20. september.

Þær gáfu börnunum í Mýrarhúsaskóla endurskinsmerki. Merkin líta út eins og Varðan í Suðurnesi sem er reyndar merki deildarinnar. Öll börn og kennarar í Mýrarhúsaskóla fengu gefins merki.

Einnig var rætt var við börnin um öryggið sem felst í því að nota endurskinsmerki og hjálma. Bent á mikilvægi þess að börnin hvettu þá sem í kringum þau eru til að nota hjálma.

Vardan-3             Vardan-2

Konurnar í skólanum eru Þóra Einarsdóttir og Þórdís Pétursdóttir

Einnig afhentu konurnar „Nýburagjafir“ á heilsugæslunni. Í pokunum er kynningabréf frá deildinni, bæklingar um öryggi barna á heimilum, endurskinsmerki ásamt sýnishorni af öryggisbúnaði fyrir börn á heimilum eins og t.d. fingravinum til að setja á hurðar og svo stykki til að setja í innstungur. Þessar gjafir eru fyrir nýbura á svæði Heilsugæslu Seltjarnarness ekki bara á Seltjarnarnesi heldur einnig í Vesturbænum.

Vardan-1            Vardan-4

Á vinstri myndinni eru frá vinstri Þóra Einarsdóttir, Þórdís Pétursdóttir formaður Vörðunnar, Emilía (hún er með ungbarnaeftirlitið) og Kristín Ásgeirsdóttir

Á hægri myndinni eru frá vinstri Þóra Einarsdóttir, Petrea Ingibjörg Jónsdóttir, Emilía (hún er með ungbarnaeftirlitið) og Kristín Ásgeirsdóttir

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: