Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Leikskóli Seltjarnarness tekur inn börn fædd árið 2010

8.11.2011

LeikskólabörnAð undanförnu hefur verið talsverð umfjöllun í fjölmiðlum um biðlista við leikskóla í Reykjavík. Börn fædd árið 2010 hafa ekki fengið pláss á leikskólum borgarinnar. Í þessu sambandi hafa borist fyrirspurnir um stöðu mála á Seltjarnarnesi og því er tilefni til að fram komi að í ágúst mánuði bauðst öllum Seltirningum frá 16 mánaða aldri, börnum fæddum til og með apríl 2010, pláss á Leikskóla Seltjarnarness. Þetta er annað árið í röð þar sem börn fá leikskólavist frá 16 mánaða aldri á Seltjarnarnesi. Alls byrjuðu 59 ný börn á leikskólanum og voru þau tekin inn til aðlögunar í tveimur hópum. Hér er um nýbreytni að ræða, en með þessu fyrirkomulagi höfðu allir nýir nemendur skólans hafið leikskólagöngu sína 22. ágúst.

Jafnhliða umfjöllun um biðlista í Reykjavík hefur komið fram gagnrýni á það að niðurgreiðslur borgarinnar vegna vistunar barna hjá dagforeldrum eru lægri en í nágrannasveitarfélögunum, en borgin niðurgreiðir 8 tíma daglega vistun um 37.00 kr. á mánuði. Í þessu sambandi má geta  að Seltjarnarnesbær greiðir mánaðarlega kr. 55.000 með hverju barni sem nýtur sömu vistunar.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: