Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Stór helgi á Seltjarnarnesi

28.11.2011

Það var mikið um að vera á Seltjarnarnesi núna um helgina 26. og 27. nóvember meðal annars í kirkjunni, íþróttahúsinu og grunnskólanum. 

Má þar nefna Selkórinn sem bauð uppá tvenna tónleika á laugardeginum undir yfirskriftinni Jónsmessa að vetri.

Á laugardeginum bauð foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness uppá laufabrauðsgerð og í samstarfi við Bókasafn Seltjarnarness upplestur úr nýjum barnabókum. Til skemmtunar var einnig kórsöngur og tónlist. Þessi viðburður tókst vel.

Á sunnudeginum fór fram Vetrarsýning Fimleikadeildar Gróttu – alls fjórar sýningar. Sýningarnar tókust vel og var lokasýning framhaldshópa félagsins, fyrir stútfullu húsi, stórglæsileg.

Á sunnudagskvöldinu var árlegt aðventukvöld kirkjunnar. Ræðumaður var Sigurður Júlíus Grétarsson, prófessor. Kammerkór Seltjarnarneskirkju, kór eldriborgara og Snillingarnir – barnakór sungu fyrir fullu húsi.

Fyrr um daginn var fræðslumorgunn í kirkjunni og aðventuguðsþjónusta þar sem þess var sérstaklega minnst að á þessu ári er alþjóðlegt ár skóga.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: