Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

1. deshátíð

7.12.2011

1. deshátíð grunnskólaFrá árinu 1968 hefur haldist sú góða hefð á Seltjarnarnesi að halda upp á 1. desember í elsta árgangi grunnskólans. Unglingarnir bjóða þá foreldrum sínum í kaffi og kökur í Félagsheimili Seltjarnarness auk þess sem þeir sýna skemmtiatriði, flytja leikrit og dansa samkvæmisdansa.

Dagskráin í ár  hófst með ávarpi formanns nemendaráðs, Jórunnar Maríu Þorsteinsdóttur.  Að því loknu söng Rúna Eybjörg Sigtryggsdóttir lagið „Ó María“ en það var vinningsatriði úr Valóvision.  Þá var komið að söngleiknum Grease undir leikstjórn Þórhildar Sunnu Jóhannsdóttur en að þessu sinni stigu 56 leikarar á svið og er þetta fjölmennasti leikhópurinn sem tekið 1. deshátíð grunnskólahefur þátt í 1. des uppfærslu frá upphafi. Auk leikara tóku 6 tækni- og aðstoðarmenn þátt í sýningunni. 

Sýningin var frábær í alla staði og ætlaði fagnaðarlátum aldrei að linna.  Eftir leiksýninguna var boðið upp á veitingar og síðan sveifluðu nemendur foreldrum sínum á dansgólfinu en danslistina voru unglingarnir búnir að nema hjá þeim Mettu og Erni í íþróttatímum vetrarins.  

Hljómsveitin Fönix hélt síðan uppi stuðinu fram yfir miðnætti. Glæsileg skemmtun í alla staði.

1. deshátíð grunnskólaUnglingarnir styrkja gott málefni

Föstudagskvöldið  2. desember héldu nemendur 10. bekkjar styrktarsýningu í Félagsheimilinu á söngleiknum Grease.  Góð mæting var á þessa skemmtilegu sýningu og söfnuðust 100.000 krónur til styrktar Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum.

Með jólakveðju frá starfsmönnum Selsins.
Margrét Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi og forstöðumaður Selsins.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: