Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Félags- og tómstundastarf eldri borgara

20.12.2011

Heimsókn í GerðubergÞað sem af er vetri og nú á aðventunni hefur verið nóg um að vera í tómstunda-og félagsstarfi hjá eldri bæjarbúum á Seltjarnarnesi.  Auk hefðbundinna dagskrárliða hefur verið boðið upp á hin ýmsu námskeið og uppákomur.  Skemmtilegar óvissuferðir verið farnar og gott samstarf við  stofnanir bæjarins svo sem kirkjuna, bókasafnið, tónlistarskólann ofl. 

Nú á aðventunni höfum við notið góðra stunda. Farið í leikhús, jólahlaðborð, aðventukvöld í kirkjunni þar sem sönghópur eldri  og yngri tóku lagið saman og sitt í hvoru lagi.  

Árlegir tónleikar Selkórsins eru ómissandi þáttur í jólastemningunni ásamt heimsókn hljóðfæraleikara frá Tónlistarskólanum.   

Upplestur  úr nýútgefnum bókum og tónleikar með lögum Oddgiers Kristjánssonar í boði Tónlistartríósins Glóða hafa einnig komið okkur í jólaskap á aðventunni. 

Jólahlaðborð á Skólabraut

Jólahlaðborð á Skólabraut

Jólahlaðborð á Skólabraut

Jólahlaðborð á Skólabraut

 

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: