Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Dominiqua Alma Belányi er Íþróttamaður Gróttu 2011

30.12.2011

Dominiqua Alma BelányiKjörið á Íþróttamanni Gróttu fór fram fimmtudaginn 29.desember. Sá einstaklingur sem þótti hafa skarað fram úr á árinu 2011 er Dominqua Alma Belányi, fimleikakona.

Domino er frábær íþróttakona. Hún æfir um 30 klukkustundir á viku. Hún hefur gríðarlegan metnað og leggur sig alltaf alla fram við æfingarnar. Hver æfing skiptir máli. Domino er mjög metnaðargjörn og leggur sig alltaf alla fram við verkefnin, bæði í fimleikum og lífinu utan fimleikanna. Hún lifir atvinnumanna-lífi, setur sér strangar reglur og fylgir þeim í hvívetna. Með viljanum sem hún hefur, metnaðinum og kraftinum sem í henni býr, er engin furða að hún hafi verið valin aðalkeppandi kvennalandsliðsins. Hún er frábær fyrirmynd fyrir iðkendur Gróttu og íslenska landsliðið.

 

 Pétur Theodór Árnason er Íþróttamaður æskunnar 2011

Pétur Theodór ÁrnasonVið sama tilefni og íþróttamaður Gróttu er kjörinn, þá er íþróttamaður æskunnar einnig valinn hjá íþróttafélaginu en þau verðlaun voru fyrst afhent í 2009.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: