Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Slysavarnardeildin Varðan og Björgunarsveitin Ársæll styrkja Seltjarnarneskirkju

16.1.2012

Afhending styrks til SeltjarnarneskirkjuSlysavarnadeildin Varðan og Björgunarsveitin Ársæll tóku þátt í guðsþjónustu í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 15. janúar. 

Bára Jónsdóttir, Birna E Óskarsdóttir  og Erna Nielsen úr Vörðunni ásamt Herði Kjartanssyniúr Ársæli lásu ritningar og bænir.  Petrea Jónsdóttir frá Vörðunni og Borgþór Hjörvarsson frá Ársæli voru með hugvekju. 

Við athöfnina afhnetu Vörðukonur kirkjunni kr. 100.000 til styrktar starfi kirkjunnar.  Á eftir var kirkjugestum boðið upp á kaffi og með því, en félagar úr báðum einingum komu með meðlæti.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: