Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur

6.2.2012

Soffía Guðmundsdóttir og Ásgerður Halldórsdóttir

Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri, afhendir Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarstjóra, plakat frá Félagi leikskólakennara með gullkornum frá leikskólabörnum.

Í dag, mánudaginn 6. febrúar, er dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í Leikskóla Seltjarnrness og öðrum leikskólum landsins. 6. febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Dagur leikskólans er nú haldinn í fimmta sinn og er honum jafnan fagnað með margbreytilegum hætti. Í Leikskóla Seltjarnarness flytja elstu börnin söngleik um tröllin í fjöllunum fyrir öll börn leikskólans og opið verður á milli leiksvæða Mánabrekku og Sólbrekku. Í tilefni dagsins færði Seltjarnarnesbær leikskólanum hljómborð að gjöf og mun það væntanlega styðja enn frekar við tónlistarkennslu barnanna.

Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, mennta- og menningarmála-ráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á

Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur

 

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: