Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

„Nóta“ til Seltjarnarness!

19.3.2012

Fulltrúar Tónlistarskóla Seltjarnarness fengu „Nótuna 2012“ á uppskeruhátíð Nótunnar, sem haldin var sunnudaginn 18. mars í Eldborgarsal Hörpu.  Arnór Ýmir Guðjónsson, Pétur Jónsson  og Sigurbjörg María Jósepsdóttir fengu þessa viðurkenningu fyrir flutning sinn á “Gyðingaþrennu”, jiddískum þjóðlögum, í útsetningu Arnórs Ýmis. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti þeim verðlaunin fyrir árangur í flokki nemenda á framhaldsstigi.

Nótan var nú haldin í þriðja sinn og var hátíðin hin glæsilegasta. Alls voru flutt ellefu atriði á tónleikunum, frá tónlistarskólum víðsvegar að af landinu. Þess má geta að  Léttsveit Tónlistarskóla Seltjarnarness  hlaut einnig verðlaun á fyrstu hátíðinni, sem haldin var í húsnæði FÍH árið 2010.

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskóla, er samstarfsverkefni Félags tónlistarskólakennara, Félags íslenskra hljómlistarmanna og Samtaka tónlistarskólastjóra. Þátttakendur eru frá öllu landinu og efnisskráin endurspeglar ólík viðfangsefni tónlistarnemenda á öllum stigum tónlistarnáms.

Flutning nemenda Tónlistarsskóla Seltjarnarness má heyra á eftirfarandi slóð http://www.youtube.com/watch?v=S5lJDdQqxOQ

Arnór Ýmir Guðjónsson, Pétur Jónsson og Sigurbjörg María Jósepsdóttir

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: