Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Gleði og gaman á Opnu húsi.

30.3.2012

Edda BjörgvinsdóttirÞað var mikið hlegið á Opnu húsi í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju í vikunni þegar Edda Björgvinsdóttir hélt hugvekju, fyrir fullum sal áheyrenda, um húmor og mikilvægi gleðinnar í samskiptum. Edda var fyrsti gestur ársins í röð viðburða í tengslum við þemað samskipti, sem haldnir verða í safnaðarheimilinu fram eftir vori og næsta haust. Hún fjallaði um húmor frá mörgum hliðum, allt frá því hvernig hann getur auðveldað okkur hlutina í daglegum samskiptum til þess hreinlega að fólk haldi lífi og heilsu. Edda tók fyrir mikilvægi þess að hafa jákvætt viðhorf og framkalla gleði í lífinu. Áheyrendur áttu svo sannarlega fróðlega og ekki síst skemmtilega stund og gengu út í kvöldið með bros á vör.

Opið hús er vettvangur þar sem Seltirningum er boðið upp á erindi/hugvekjur sem geta veitt  þeim stuðning í leik og starfi og þá um leið styrkt innviði samfélagsins. Opið hús er haldið í fimm skipti árlega, í síðustu viku mánaðar, í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju.

Hver viðburður er auglýstur sérstaklega. Allir eru velkomnir á viðburði á Opnu húsi og aðgangur er ókeypis.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: