Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Hlustað á lífið - stund á golfvellinum í Suðurnesi

15.5.2012

Arnþór HelgasonArnþór Helgason, sem hefur búið á Seltjarnarnesi frá árinu 1978, hefur frá árinu 2010 haldið úti vefsíðunni http://hljod.blog.is/. Þar birtir hann ýmislegt efni svo sem alls kyns náttúru- og umhverfishljóð, viðtöl, útvarpsþætti, sem hann hefur gert.

Á Golfvelli Seltjarnarness er talsvert fuglalíf. Ber þar mest á  mófuglum, öndum, gæsum og margæsinni, sem hefur viðdvöl á Íslandi til þess að safna kröftum fyrir flugið til Grænlands.

Árla morguns þann 4. maí sl. tók Arnþór upp hljóð þeirra. Heyra má á meðfylgjandi slóð í lóu, stelk, maríuerlu, grágæs, öndum, hettumáfi, sílamávi og margæs.

Ýmis hljóðrit tengjast Seltjarnarnesi: http://www.hljod.blog.is/blog/hljod/category/2810/

Hljóðheimur okkar er síbreytilegur og breytist frá einni árstíð til annarrar. Hljóð, sem eru algeng á okkar dögum, geta horfið fyrr en nokkurn varir vegna umhverfis- og tæknibreytinga.

Arnþór þiggur mjög gjarnan ábendingar um hvaðeina, sem áhugavert er að hljóðrita á Seltjarnarnesi. Eins er þeim, sem eiga hljóðrit, sem tengjast Nesinu, heimilt að birta þau á Hljóðblogginu hans. 

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: