Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Könnun um hagi og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

23.5.2012

Könnun um hagi og líðan barna í 8., 9. og 10. bekk Grunnskóla Seltjarnarness var gerð í febrúar 2012 af Rannsókn og greiningu. Spurt var um vímuefnaneyslu, íþrótta- og tómstundaiðkun og aðra félagslega þætti s.s. samveru og stuðning foreldra.

Niðurstöður leiddu í ljós að enginn nemandi í 8., 9. og 10. bekk hefur reykt daglega né neytt áfengis eða annarra vímuefna síðastliðna 30 daga áður en rannsóknin var gerð.

Samvera með foreldrum skorar hátt á Seltjarnanesi, en um 70% stúlkna segjast vera með foreldrum sínum eftir skólatíma á virkum dögum og um helgar. Hlutfallið er svipað hjá drengjum varðandi samveru um helgar en aðeins lægra á virkum dögum. Fram kemur að eftirlit og stuðningur foreldra er aðeins meiri með stúlkum en drengjum.

Hlutfall drengja á Seltjarnarnesi sem stunda íþróttir 4 sinnum í viku eða oftar er talsvert hærra en landsmeðaltal. Einnig er hærra hlutfalla stúlkna á Seltjarnarnesi en á landinu öllu sem stunda íþróttir 4 sinnum í viku eða oftar.

Þessar niðurstöður sýna vel hve börn og foreldrar á Seltjarnarnesi eru meðvituð um gildi samveru og skipulagðar tómstundaiðkunar og mikilvægt er að halda áfram að hlúa að þessum þáttum.

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness - Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk á Seltjarnarnesi árið 2012 Pdf skjal 206 kb.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: