Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Frábærir tónleikar Sunnu Gunnlaugsdóttur

11.10.2012

Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur hélt frábæra tónleika á Bókasafni Seltjarnarness miðvikudaginn 10. október.

Tríóið skipa auk Sunnu á píanó þeir Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Þau spiluðu einkum lög af nýjasta diski tríósins Long Pair Bond, en einnig annað efni.

Tríóið hefur farið víðreist á árinu í kjölfar glimrandi umsagna um þennan disk. Hann var valinn "diskur mánaðarins" af helsta gagnrýnanda Japan, fékk 5 stjörnur hjá Concerto tímaritinu í Austurríki, 4 stjörnur hjá Aftenposten í Noregi, komst á ritstjórnarlista hjá JazzMozaiek í Belgíu og CD Baby í USA, og var valinn einn af diskum ársins hjá Vefritinu Jazzwrap. Stærsta vefsíða jazzgeirans All About Jazz fjallaði lofsamlega tvisvar sinnum um diskinn. Auk þess fékk diskurinn lofsamlega dóma í tímaritum í Danmörku, Finnlandi, Belgíu, margoft í Þýskalandi og á ótal bloggsíðum og vefritum. Diskurinn var tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna. Tríóið hefur auk tónleikanna á bókasafninu leikið í Þýskalandi, Bandaríkjunum og á Osló jazzhátíðinni.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: