Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Lionsklúbbur Seltjarnarness gefur Leikskóla Seltjarnarness spjaldtölvur

31.10.2012

Á starfsdegi Leikskólans á Seltjarnarnesi 18. október s.l. færði Lionsklúbbur Seltjarnarness skólanum 2 iPad spjaldtölvur að gjöf.  Tölvunar verða notaðar við kennslu og til stuðnings við starf þroskaþjálfa skólans.  

Lionsklúbbur Seltjarnarness, sem á 30 ára afmæli á næsta ári, hefur í gegnum árin stutt sitt samfélag jafnframt því að styðja einnig lands- og alþjóðasafnanir Lionshreyfingarinnar.  Þeir sem hafa áhuga á því að ganga til liðs við Lionsklúbb Seltjarnarness er bent á að hafa samband við ritara í síma 896-5758.

Gunnar H. Pálsson, Guðjón Jonsson, Soffía Guðmundsdóttir, Sigurður H. Engilbertsson og Bragi Ólafsson

Frá vinstri Gunnar H. Pálsson formaður líknarnefndar, Guðjón Jónsson gjaldkeri, Soffía  Guðmundsdóttir leikskólastjóri, Sigurður H. Engilbertsson ritari og Bragi Ólafsson formaður.


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: