Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Hraðahindranir settar á Nesveginn

31.10.2012


Hraðahindranir á NesvegÍ framhaldi af umferðargreiningu á Nesvegi var samþykkt í skipulags- og mannvirkjanefnd að staðsetja hraðahindranir (kodda) sunnan megin við gönguljósin. Farið verður í framkvæmdir á næstu dögum

Umferðargreining fór fram á Nesvegi á Seltjarnarnesi í ágúst 2012. Umferðargreinir var festur á ljósastaur um 200 metrum sunnan við gatnamót Nesvegar og Suðurstrandar. Umferð var skoðuð í um eina viku. Á Nesvegi er ein akrein í hvora átt (norður og suður) með hámarkshraða 50 km/klst. Rúmlega 6 þúsund ökutæki, eða um 36%, óku yfir hámarkshraða, á tímabilinu, og mældust fjögur ökutæki yfir 90 km/klst. Sá sem hraðast ók var á 107 km/klst. Niðurstöður hraðamælinga má sjá í grafinu að neðan.


Umferðartalning á Nesveg

Hraðahindranirnar eru settar til að auka umferðaröryggi gangandi vegfarenda sem og annarra bíla sem beygja þurfa inn á Nesveginn. 

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: