Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Hollt og gott í leik- og grunnskóla.

19.11.2012

Mötuneyti grunnskólaÍ október sl. gerði óháður sérfræðingur úttekt á mötuneytum og fæðuframboði leik- og grunnskóla á Seltjarnarnesi. Markmiðið var að kanna gæði og stöðu mötuneyta miðað við ábendingar Landlæknisembættisins varðandi í matartilboð leik- og grunnskóla.

Helstu niðurstöður úttektarinnar eru að í flestum tilvikum er farið eftir opinberum ráðleggingum hvað varðar hráefnisval og matreiðslu. Matseðlar eru mjög vel samsettir með tilliti til leiðbeininga Embættis landlæknis og á úttektartímabilinu frá byrjun skólaársins til 9. nóvember fylgja þeir ráðleggingum í stórum dráttum. Oftast er reynt að nota sem hollast hráefni og sem minnst af því sem talist getur óæskilegt við matseld. Það er talinn mikill kostur að matur sé eldaður í leikskólanum, en ekki boðið upp á sömu matreiðslu þar og fyrir eldri börnin og fullorðna.

Skýrslan: Úttekt á mötuneyti Grunn- og Leikskóla Seltjarnarness, 363 kb.


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: