Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Jólatréin úr Plútóbrekku

30.11.2012

JólatréSeltjarnarnesbær verður jólalegri með degi hverjum og láta starfsmenn bæjarins sitt ekki eftir liggja þegar kemur að því að færa birtu og yl í líf bæjarbúa. Eftir að hafa komið upp ótal fallegum jólaljósum á ljósastaurum bæjarins hófust þeir handa við að setja upp jólatré við Norðurströnd og á Hrólfskálamel.

Jólatréin koma ekki langt að því að þau eru bæði fengin innan bæjarmarkanna úr hinni vinsælu Plútóbrekku. Næsta vor stendur til að gróðursetja ný tré í stað þeirra sem nú voru tekin, en vonir manna standa til að unnt sé að viðhalda þessari hringrás í nánustu framtíð og að bærinn verði sjálfbær með sín jólatré.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: