Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Viðburðarík helgi að baki

4.12.2012

Viðburðarík helgi að baki

Hún var viðburðarík liðin helgi á Seltjarnarnesi þar sem ungmenni bæjarins létu meðal annars að sér kveða og sýndu foreldrum og ættingjum afraksturinn af blómlegu tómstundastarfi vetrarins.

Sýning Guðmundar Kristinssonar 2Fyrsti viðburður helgarinnar var í Bókasafninu föstudaginn 30. nóvember þegar opnuð var sýning Guðmundar Kristinssonar Með eigin augum, en tæplega tuttugu manna Stórsveit Öðlingaklúbbs FÍH mætti á staðinn og lék þar fyrir gesti margar þekktar dægurperlur. Sýning Guðmundar stendur til 18. desember.


Frá Tónlistarskólanum 2012Laugardaginn 1. desember stóð Tónlistarskóli Seltjarnarness fyrir þrennum jólatónleikum í Seltjarnarneskirkju þar sem tónlistarmenn framtíðarinnar létu ljós sitt skína við húsfylli á öllum tónleikunum. Hér má sjá brot úr vel heppnuðum flutningi á jólalaginu Það á að gefa börnum brauð sem flutt var á tónleikum Tónlistarskóla Seltjarnarness 1. desember í Seltjarnarneskirkju http://www.youtube.com/watch?v=Ao6o9vKoclU

Sunnudaginn 2. desember léku á fimmtahundrað iðkendur Gróttu listir sínar á hinni árlegu jólasýningu að viðstöddum rúmlega 500 ánægðum áhorfendum. Að kvöldi sunnudagsins lá leið fjölmargra í kirkjuna á árlegt aðventukvöld. Sr. Karl Sigurbjörnsson flutti hugleiðingu, Litlu snillingarnir og Gömlu meistararnir sungu undir stjórn þeirra Ingu Bjargar Stefánsdóttir tónlistarkennara og organista kirkjunnar og Kammerkór Seltjarnarneskirkju söng undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar, organista og kórstjóra.

Strengjasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness 031212Hin vinsæla tónleikadagskrá Te og tónlist stóð öllum opin í bókasafninu mánudag 3. desember þar sem Strengjasveit Tónlistarskólans hélt jólatónleika sem helguð var Helgu Þórarinsdóttur fiðlukennara við skólann og stjórnanda sveitarinnar, sem nú stríðir við veikindi. Mikill samhugur ríkti á tónleikunum, sem voru vel sóttir venju samkvæmt.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: