Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Starfsmannafélag Seltjarnarness sameinast Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar

14.12.2012

Garðar Hilmarsson og Ingunn H. ÞorláksdsóttirFormaður Starfsmannafélags Seltjarnarness, Ingunn H.Þorláksdóttir, og formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Garðar Hilmarsson, undirrituðu í gær, 13. desember, samkomulag um sameiningu félaganna tveggja frá og með næstu áramótum. Félagar í Starfsmannafélagi Seltjarnarness munu því frá 1. janúar n.k. tilheyra Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar.

Auka aðalfundur var haldinn í Starfsmannafélagi Seltjarnarness vegna málsins í síðustu viku þar sem kosið var um sameininguna. Alls greiddu 30 atkvæði á fundinum, 22 voru fylgjandi sameiningunni á meðan 8 greiddu atkvæði á móti. Að loknum fulltrúaráðsfundi hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar var sameiningin síðan samþykkt af þeirra hálfu .

Frá og með áramótum munu félagar Starfsmannafélags Seltjarnarness því tilheyra Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Ingunn H. Þorláksdóttir mun vera fulltrúi fyrrum félagsmanna Starfsmannafélags Seltjarnarness. í mannauðssjóði Samflots og Samflots bæjarstarfsmannafélaga þar til núgildandi kjarasamningur rennur út 2014. Jafnframt mun Ingunn H. Þorláksdóttir hverfa úr stjórn BSRB frá 1. janúar 2013.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: