Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Seltjarnarnes í Útsvari næsta föstudag

8.1.2013

Þátttakendur í Útsvari Þórbjörn Jónsson, Rebekka Jónsdóttir og Anna Kristín JónsdóttirSystkinin Anna Kristín, Rebekka, Þorbjörn og Sigurður Jónsbörn standa sig með mikilli prýði sem lið Seltjarnarness í spurningaþættinum Útsvari á RÚV, en þau eru nú komin í aðra umferð.  

Næstkomandi föstudag, 11. janúar, keppir lið Seltjarnarness á móti liði Reykjavíkur og verður spennandi að sjá hvernig leikar fara. 

Seltirningar eru velkomnir í sjónvarpssal til að hvetja sitt fólk. Þeir sem eiga heimangengt og hafa áhuga mæti í Sjónvaprshúsið í Efstaleiti þremur korterum fyrir útsendingu en allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. 
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: