Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Seltirningar greiða minnst allra fyrir hitaveituna

30.1.2013

Orkuvaktin (orkuvaktin.is) fylgist með gjaldskrám hitaveitna og hefur tekið saman þróun gjaldhækkana nokkurra hitaveitna frá október 2010 til janúar 2013. Þar kemur fram að verð á heitu vatni í Reykjavík er ennþá tæplega 60% hærra en hjá nágrannasveitafélaginu Seltjarnarnesi, sem býður sem fyrr sínum viðskiptavinum ódýrasta vatnið á suðvesturhorninu. 

Á vefnum var skoðað hvort breyting hefði orðið á fastagjaldi mæla og þar hafa hækkanir síðustu 12 mánuði mestar verið hjá OR eða 9% á meðan flestar aðrar veitur hafa hækkað þau um 4 til 5%. Fastagjöldin eru mjög breytileg eftir hitaveitu, eða frá 6.864 kr. á Seltjarnarnesi til 27.288 kr. í Fjarðabyggð.

Í Reykjavík kostar því núna 60.000 kr. að hita upp 100 m2 íbúð (miðað við 360 m3 /ári), en kostnaðurinn nam 56.9000 kr. á sama tíma í fyrra. Hækkunin nemur því 5% milli ára, en hækkunin er 18 % frá árinu 2010. 

Á Seltjarnarnesi er sami kostnaður 33.600 kr./ári, en var 29.200 kr. í október 2010. Næstlægst, á eftir Seltjarnarnesi, kemur Norðurorka Ólafsfirði með 45.600 kr./ári. Mesta hækkun fyrir meðalheimilið síðan í október 2010 er í Mosfellsbæ. Þar hefur kostnaðurinn aukist um tæpar 15.000 kr./ári sem er 38% hækkun.
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: