Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Íbúaþing um umhverfismál

1.2.2013

FjaraSeltjarnarnesbær boðar íbúa til samráðs og hugmyndasmiðju um næstu skrefin í umhverfismálum undir yfirskriftinni  Seltjarnarnes – Vistvænt og samhent samfélag. Íbúaþingið fer fram í Valhúsaskóla, fimmtudaginn 7. febrúar frá kl. 17:30-19:45.

Hugmyndin með þinginu er að virkja íbúa til samráðs um næstu skref  í umhverfismálum bæjarins og hvetja þá til virkrar þátttöku. Seltjarnarnesbær leggur metnað sinn í að standa vörð um umhverfi og samfélag og fylgja áherslum sjálfbærrar þróunar. 

Þingið er hugsað sem hugmyndasmiðja þar sem staldrað er við og skoðað það sem áunnist hefur og í hvaða forgang bæjarbúar vilja setja sín hugðarefni. Að málþingi loknu verður opnaður hugmyndakassi á heimasíðu Seltjarnarness þar sem fólk er hvatt til að leggja inn fleiri hugmyndir sem unnið verður úr. Seltirningar eru hvattir til að fjölmenna á íbúaþingið. Boðið verður upp á léttar veitingar og barnagæslu meðan á þinginu stendur.  

Dagskrá 
1. Formaður umhverfisnefndar setur þingið
2. Ráðgjafar Alta kynna þema og fundarfyrirkomulag
3. Fundargestir vinna í hópum
4. Matarhlé
5. Hugmyndir og niðurstöður kynntar
6. Ráðgjafar Alta ræða næstu skref
7. Formaður slítur fundi


Kvika

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: