Tónleikar í Seltjarnarneskirkju
Tónleikar í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 24. febrúar 2013 kl.16.00
Fiðlan verður í forgrunni sunnudaginn 24. febrúar í Seltjarnarneskirkju kl. 16:00 þar sem hægt verður að upplifa norræna rómantík og fiðludúetta. Fiðluleikararnir Guðný Guðmundsdóttir og hin danska Elisabeth Zeuthen Schneider stilla krafta sína saman ásamt píanóleikaranum Richard Simm.
Á efnisskránni verða m.a. verk eftir Tor Aulin, Hugo Alfvén, Poul Ruders, sónötur fyrir 2 fiðlur, eftir LeClaire og Prokoffiev ásamt fiðludúettum eftir Bartók
Ókeypis aðgangur
Dagskrá
Jean-Marie Leclaire: Sónata fyrir 2 fiðlur nr. III
(1697-1764) Adagio – Vivace
Adagio
Allegro
Tor Aulin Fyra Akvareller
(1866-1914) Idyll
Humoreske
Vaggsång
Polska
Hugo Alfvén "Du er stilla ro"
(1872-1960) "Skogen sover"
Sergei Prokofiev: Sónata opus 56 fyrir tvær fiðlur
(1891-1953) I. Andante cantabile
II.Allegro
Poul Ruders: "Cantabile" fyrir einleiksfiðlu (2004)
(1949- )
Béla Bartók: 6 dúettar fyrir tvær fiðlur
(1881-1945) Koddadans
Búðkaupssöngur
Sorg
Rúmenskur dans
Arabískt lag
Dans frá Transylvaníu