Seltjarnarnesbær veitir styrk
Seltjarnarnesbær veitti í gær, fimmtudaginn 21. febrúar, pólfaranum Vilborgu Örnu Gissurardóttur 100.000 kr. styrk, sem renna á til LÍF styrktarfélags, eftir áhrifamikinn og fjölmennan fyrirlestur sem leiðangursfarinn hélt í Seltjarnarneskirkju. Auk þess fékk Vilborg Arna afhent árskort í sundlaug Seltjarnarness, sem hún sagði að kæmi sér afar vel.
