Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Seltjarnarnesbær veitir styrk

22.2.2013

Seltjarnarnesbær veitti í gær, fimmtudaginn 21. febrúar, pólfaranum Vilborgu Örnu Gissurardóttur 100.000 kr. styrk, sem renna á til LÍF styrktarfélags, eftir áhrifamikinn og fjölmennan fyrirlestur sem leiðangursfarinn hélt í Seltjarnarneskirkju. Auk þess fékk Vilborg Arna afhent árskort í sundlaug Seltjarnarness, sem hún sagði að kæmi sér afar vel. 


Fyrirlestur Vilborgar var skipulagður af foreldrafélagi grunnskóla Seltjarnarness og ljóst að yngri kynslóðin hafði ekki minni áhuga á ævintýramikilli ferðasögu hinnar hugrökku leiðangurskonu. 

Edda Björk Andradóttir og Vilborg Arna GissuradóttirÁ myndinni er Edda Björk Andradóttir formaður foreldrafélags grunnskóla Seltjarnarness ásamt Vilborgu Örnu.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: