Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Kjör á íþróttamanni og íþróttakonu Seltjarnarness í 20. skiptið

4.3.2013

Lárus B Lárusson, Gunnar Guðmundsson og Borghildur Erlingsdóttir

Næstkomandi fimmtudag kl. 17 fer fram í Félagsheimili Seltjarnarness kjör íþróttakarls og íþróttakonu ársins 2012 og er þetta í 20. skipti sem kjörið fer fram. 

Auk útnefningar á íþróttamanni/konu Seltjarnarness verða einnig veittar viðurkenningar til ungs og efnilegs íþróttafólks ásamt viðurkenningum fyrir félags- og æskulýðsstörf.

Frá upphafi hefur það verið í höndum aðalmanna ÍTS að kjósa um hverjir hljóti sæmdarheitið, en í fyrra urðu fyrir valinu knattspyrnumaðurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson og kraftlyftingakonan Borghildur Erlingsdóttir sem voru tilnefnd íþróttamenn fyrir árið 2011.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: