Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Ungur Seltirningur vinnur Stóru upplestrarkeppnina

21.3.2013

Egill Breki Scheving, 12 ára Seltirningur, bar sigur úr býtum á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar og samnemandi hans úr Valhúsaskóla, Silja Jónsdóttir, hreppti annað sætið. Keppendur voru ellefu talsins og komu þátttakendur úr Flataskóla,  Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla, Vífilsskóla  og Grunnskóla Seltjarnarness - Valhúsaskóla. 

Ragna Kristín Guðbrandsdóttir, Ásdís Lóa Erlendsdóttir, Egill Breki Scheving og Silja Jónsdóttir

Fyrir hönd Valhúsaskóla kepptu Ásdís Lóa Erlendsdóttir, Egill Breki Scheving og Silja Jónsdóttir.  Varamaður var Ragna Kristín Guðbrandsdóttir. Nemendur lásu samfelldan texta úr skáldsögunni  Benjamín dúfa eftir Friðrik Erlingsson, ljóð eftir Þóru Jónsdóttur og ljóð að eigin vali.

Nemendur frá Tónlistarskóla Garðabæjar sáu um tónlistarflutning áður en lesturinn hófst og að lestri loknum voru skemmtiatriði frá öllum skólunum.  Hátíðinni lauk með því að Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, afhenti öllum þátttakendum bókargjöf  og sigurvegarar keppninnar fengu peningaverðlaun og viðurkenningarskjal frá Röddum, samtökum um vandaðan upplestur og framsögn. Keppnin er samstarfsverkefni 

Keppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu 16. nóvember, og lýkur í mars með því að valdir eru þrír bestu upplesarar í hverju byggðarlagi, eða í umdæmi hverrar skólaskrifstofu, en Grunnskóli Seltjarnarness og fræðslusviðs Garðabæjar stóðu að keppninni fyrir sitt umdæmi. 

Keppnin skiptist í tvo hluta, ræktunarhluta og keppnishluta. Hátíðarhlutinn er það sem kalla mætti hina eiginlegu „keppni“. Hann er í tvennu lagi. Annars vegar er upplestrarhátíð í hverjum skóla í lok febrúar þar sem tveir til þrír nem­endur eru valdir til áframhaldandi þátttöku í keppninni fyrir hönd skólans. Hins vegar er lokahátíð í héraði, sem haldin er í góðum samkomusal í byggðarlaginu í mars. Þar koma saman fulltrúar skólanna í héraðinu, einn, tveir eða þrír úr hverjum skóla, og lesa ljóð og laust mál sem þeir hafa undirbúið vandlega.
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: