Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fréttir af Svandísi 

9.4.2013

Morgunblaðið fylgist grannt með fuglalífi á Seltjarnarnesi og færir landsmönnum reglulega fréttir af því. Nú um helgina birtist frétt um álftina Svandísi, en það verður spennandi að sjá hversu mörgum ungum hún kemur á legg þetta sumarið.

Ástfangið par í hreiðurgerð
Svandís og maki hennar eiga von á „erfingja“ og hafa hafið hreiðurgerð. Líklega er réttara að tala um „erfingja“ - í fleirtölu - en þeir skipta nú þegar tugum. 

Álftin Svandís er með eindæmum vanaföst en hún er talin hafa verpt í hólmanum í Bakkatjörn á Seltjarnarnesi í 18 ár.
Nú er hún enn og aftur farin að undirbúa fjölgun í fjölskyldunni. Eins og sjá má á frétt Morgunblaðisins eru Svandís og maki hennar dugleg við hreiðurgerðina.

Þess má geta að 18. maí í fyrra birtist frétt á mbl.is um að Svandís væri komin með þrjá unga. Það er því líklega enn mánuður til stefnu hjá parinu.

Svandís

Brandönd
Brandönd hefur gert sig heimakomna á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi.
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: