Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Metaðsókn á Gróttudegi

15.4.2013

Gróttudagurinn 2013
Mynd 1 af 35

Áætlað er að um 600 hundruð manns hafi mætt á Fjölskyldudaginn í Gróttu, sem haldinn var hátíðlegur í 12. sinn, laugardaginn 13. apríl. 


Gestir létu ekki kuldalegt veður á sig fá heldur bjuggu sig upp og nutu alls þess sem dagurinn hafði upp á að bjóða. Börnin sóttu smiðjur í vitagerð og rannsóknum úr sjávarríkinu, djasstónlistarmenn léku undir berum himni, börnin söfnuðu gersemum úr fjörunni og færri en vildu komust upp í vita. Sóroptimistakonur stóðu vöffluvaktina, en eftirspurnin var svo mikið að soppan var búin mun fyrr en ráð var gert fyrir. 

Fræknir sjósundsfélagar stungu sér til sunds frá golfvellinum og syntu yfir í Gróttu þar sem Rótarýfélagar tóku vel á móti hópnum með heitri fiskisúpu. 

Áður en eiginleg dagskrá hófst voru Sr. Bjarni Þór Bjarnason og Friðrik Vignisson með stutta hugvekju í tilefni dagsins. Bærinn þakkar öllum gestum fyrir komuna og vonar að þeir hafi notið dagsins.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: