Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Margnota pokar til allra bæjarbúa á Seltjarnarnesi

23.4.2013

Seltjarnarnesbær er fyrst bæjarfélaga á landinu til að dreifa margnota innkaupapokum til allra bæjarbúa, en með átakinu vill bærinn hvetja fólk til að draga úr notkun á plasti, sem er ein helsta umhverfisváin í heiminum í dag. 

Pokinn er gerður að frumkvæði umhverfisnefndar Seltjarnarness, sem fékk liðsinni frá fimleikastúlkum í Gróttu til að setja hann inn um hverja lúgu í Seltjarnarnesi í vikunni. Seltjarnarnesbær mun auk þess gefa sérhverju leikskólabarni í bæjarfélaginu slíkan poka, sem er afar hentugur undir blaut útiföt og sparar notkun á plastpokum. Þá fá öll börn, sem hefja leikskólagöngu á Seltjarnarnesi, pokann til eignar við inngöngu í skólann. 

Margrét Pálsdóttir formaður umhverfisnefndar Seltjarnarness hefur átt veg og vanda að verkefninu ásamt Steinunni Árnadóttur garðyrkjustjóra bæjarins. Með pokanum fylgir einnig hvatningarorðsendingu til bæjarbúa um að láta hendur standa fram úr ermum á hreinsunardaginn sem verður á Nesinu 30. apríl næstkomandi. Áhaldahúsið að Austurströnd 1 verður opið þennan dag til kl. 18 og geta bæjarbúar komið þangað og sótt plastpoka undir garðúrganginn og þegið kaffisopa og sætabrauð.

Hrund og Grethe
Á myndinni halda Gróttustelpurnar Hrund og Grethe á pokum, eins og þeim sem verður dreift á hvert heimili á Seltjarnarnesi, en þeir eru úttroðnir af samskonar pokum sem eflaust mun koma í góðar þarfir fyrir íbúa og umhverfið. 
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: