Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Söfnuðu fyrir Grensás með söng

16.5.2013

Sungið til styrktar Grensás„Við vorum að hugsa málið og reyna að ákveða lög og þá fann ég þetta lag Önnur sjónarmið, sem ég hef alltaf haldið upp á“, segir söngkonan, tónmenntakennarinn og hinn öflugi kórstjóri Inga Björg Stefánsdóttir, sem stjórar þremur kórum á Seltjarnarnesi. 

Kórarnir hennar þrír stigu á stokk í Félagsheimili Seltjarnarness á Uppstigningardag og fluttu þar um tveggja tíma söngdagskrá til styrktar Endurhæfingardeild Grensás en alls söfnuðust 130.000 krónur í bauka sem voru látnir ganga og einnig með pönnuköku- og súkkulaðisölu. 

Inga segist hafa sagt börnunum frá laginu, söng- og leikkonunni Eddu Heiðrúnu Bachmann, þeim veikindum sem hún glímdi við og hvernig hún léti ekkert stoppa sig og málaði vatnslitamyndir af miklum móð með munninum. Upp úr því samtali spratt hugmyndin um að halda tónleika til styrktar endurhæfingardeild Grensás þar sem Edda hefur notið góðs stuðnings og lagt sitt af mörkum til uppbyggingarinnar. 

Kórarnir sem komu fram voru Litlu snillingarnir sem telja 60 börn, Meistari Jakob sem 16 ungmenni skipa og Gömlu meistararnir sem eru 15 eldri borgarar af Seltjarnarnesi. Auk þeirra komu fram hljóðfæraleikarar og einsöngvarar. Kórfélagar sáu um veitingasölu í hléi og söfnuðu líka í bauka og var Félagsheimilið fullt út úr dyrum. 

Sungið til styrktar Grensás
Sungið til styrktar Grensás

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: