Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Allir námsmenn á Nesinu fá vinnu

23.5.2013

Allir námsmenn 14 ára og eldri, sem sóttu um vinnu hjá Seltjarnarnesbæ áður en umsóknarfrestur rann út, fá þar vinnu. Alls er um 360 námsmenn að ræða, þar af 190 nemendur 14-17 ára og 170 nemendur sem eru 18 ára og eldri. Nemendur sem eru 14 og 15 ára fá vinnu hálfan daginn fjóra daga vikunnar í sjö vikur á meðan 16 og 17 ára nemar fá vinnu sjö tíma á dag yfir sama tímabil. Nemendur sem eru eldri fá einnig vinnu í sjö tíma á dag en í alls átta vikur. Alls eru um 90% grunnskólanema, sem uppfylla skilyrði fyrir sumarvinnu, sem starfa því á Nesinu í sumar.

Seltjarnarnesbær er eitt fárra bæjarfélaga sem býður öllum námsmönnum, sem þess óska, sumarvinnu en það er liður í fjölskyldu- og forvarnarnstefnu bæjarins. Yngri námsmenn á Nesinu fá störf við almenna umhirðu á opnum svæðum á meðan hinir eldri, sem ýmist stunda nám í framhaldsskólum eða háskólum fá störf við leikjanámskeið, íþróttamannvirki bæjarins, leikskóla, bókasafn, bæjarskrifstofur og fleira. Um þessar mundir er verið að ganga frá ráðningu í sumarstörfin og eru sumir nú þegar byrjaðir.

Ungmenni við bæjarhlið
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: