Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Seltjarnarnes skorar hátt í viðhorfskönnun starfsmanna

29.5.2013

Fjárhags- og stjórnsýslusvið Seltjarnarness hafnaði í 6. sæti meðal borga og bæja með færri en 50 starfsmenn í viðhorfskönnun sem tugþúsundir starfsmanna, bæði á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera, tóku þátt í könnun á viðhorfi fólks til vinnustaðar síns. SFR og VR stóðu að könnuninni ásamt Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og fjármálaráðuneytinu. 


Könnunin er ein sú stærsta sinnar tegundar hér á landi en hún var unnin af Capacent. Tæplega 50 þúsund starfsmenn fengu könnunina senda. Í henni var spurt um viðhorf starfsmanna til lykilþátta á sínum vinnustað, s.s. trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjara, vinnuskilyrða, sveigjanleika vinnu, sjálfstæðis í starfi, ímyndar og ánægju og stolts af vinnustað. Einkunn var gefin fyrir hvern þátt frá 1 og upp í 5 og saman mynda þær svo heildareinkunn fyrirtækis og stofnunar.
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: